Settur dagur 18. október 2011, drengur fæddur 17. október
Við fjölskyldan fórum í Húsdýragarðinn kl.16 sunnudaginn 16. okt. Á þeim klukkutíma sem við vorum þar fékk ég nokkra samdrætti en enga verki. Stakk svo upp á því við manninn minn að við myndum versla inn þar sem ég vissi að krílið myndi láta sjá sig næsta sólarhringinn og þá væri betra að eiga eitthvað í ísskápnum. Maðurinn minn var ekkert rosalega hrifinn af þeirri hugmynd þar sem við áttum eftir að elda, borða, koma stelpunum í rúmið, þrífa og græja allt fyrir fæðinguna. Fyrri tvær fæðingar hafa gengið hratt og vel fyrir sig svo hann var pínu efins um að við myndum ná að gera allt áður en krílið myndi láta sjá sig. Mér tókst að sannfæra manninn um að ég myndi ekki eignast barnið í kælinum í búðinni og féllst hann því á búðarferð. Samdrættirnir héldu áfram í búðinni en voru áfram verkjalausir. Þegar við komum heim um kl.18 bað maðurinn minn mig að hringja í Kristbjörgu ljósmóður og láta hana vita að það væri eitthvað að fara að gerast. Ég vildi bíða aðeins þar sem þetta voru nú bara saklausir samdrættir en samþykkti að senda henni sms og segja henni að vera í startholunum. Hann vildi hafa vaðið fyrir neðan sig núna því ég var komin með tíu í úttvíkkun þegar við fórum upp á spítala áður en ég átti eldri stelpuna (2007) og þegar yngri stelpan fæddist (2009) var Kristbjörg búin að vera hjá okkur í 20 mínútur þar sem allt gekk svo hratt fyrir sig. Hann hringir í mömmu sína, sem ætlaði að koma og vera með stelpurnar á meðan, og segir henni að mögulega komi krílið í nótt. Ég fór svo að elda og maðurinn minn byrjaði að taka til. Við borðum, ég svæfi yngri stelpuna, skúraði og tók til allt fyrir fæðinguna. Maðurinn minn blés upp fæðingarlaugina og svæfði eldri stelpuna. Svo settum við Klovn (Trúð) í dvd spilarann og horfðum á nokkra þætti. Kristbjörg kom svo til okkar kl. 23 og þá eru samdrættirnir orðnir aðeins reglulegri 5-6 mín á milli og komnir smá verkir með. Hún skoðaði mig stuttu seinna og þá var ég komin með 4-5 í útvíkkun. Ég segi manninum mínum að hringja í mömmu sína og segja henni að fara að sofa því það sé ekkert að gerast. Vildi ekkert að hún væri að koma þar sem stelpurnar voru sofandi og því ekkert þörf fyrir hana. Ég spurði hann svo hvort hann vildi ekki fara að sofa sem hann gerði. Ég setti svo Grace diskinn í og fór mjög dúpt inn á við og þá var eins og allt færi af stað. Ég fór að dilla mjöðmunum, dansa, þrýsti á þriðja augað og hékk á stólbaki í hríðunum sem fóru að ágerast mjög um miðnætti og nýtti haföndunina óspart. Ef maðurinn minn hefði ekki beðið mig um að láta Kristbjörgu vita hefði ég hringt í hana fyrst þarna. Ég bað Kristbjörgu um að fylla laugina og kl. 00.30 fór ég ofan í og náði mjög góðri slökun. Ég bað hana svo að vekja manninn minn um eitt leytið því þá fóru hríðarnar að verða harðari og enn velkomnari. Ég naut þess að fá hverja hríð þrátt fyrir sársaukann sem fylgdi þeim. Það var samt frekar langt á milli hríða og ég var farin að biðja þær um að koma hraðar svo ég gæti nú fengið krílið mitt í hendurnar sem fyrst. Í hinum fæðingunum komu hríðarnar mjög hratt og ég hélt því að það ætti líka að vera þannig í þessari fæðingu. Meðan útvíkkunin kláraðist varð mér mjög flökurt og fékk því piparmyntu ilmkjarnaolíu sem sló á ógleðina en ekki nóg því ég kastaði upp eins og ég gerði í hinum fæðingunum. Þegar ég var búin að því sagði ég við manninn minn og Kristbjörgu að þetta viti á gott því nú sé styttra í krílið. Hríðarnar urðu enn harðari og þeim fylgdi aukinn þrýstingur. Ég reyndi eins og ég gat að slaka á öllum vöðvum, strauk niður andlitið til að fá kjálkana enn slakari og notaði haföndun með. Ég byrjaði svo að rembast rólega með hríðunum, í fyrsta rembingi fæðist allt höfuðið og svo í næsta syndir krílið í heiminn kl. 01.34. Ég tók það upp úr lauginni í fangið og það horfði rannsakandi á mig og var ekki að hafa fyrir því að gráta fyrr en það áttaði sig á að það var í mömmufangi og það var því öruggt að gráta. Þar sem við vissum ekki kynið þá fór ég með hendurnar til að athuga það og hélt fyrst að þetta væri stelpa en athugaði svo betur og þá var það strákur. Maðurinn minn var sannfærður um að við myndum eignast þriðju stelpuna og trúði mér ekki fyrr en hann var búinn að sjá það. Þegar ég var ólétt voru margar konur að spyrja mig hvort ég vildi ekki fá strák núna þar sem ég ætti nú tvær stelpur, það væri svo gaman að eiga bæði kynin. Þegar ég var að athuga með kynið þá skipti það mig engu máli hvort við myndum fá strák eða þriðju stelpuna. Barnið okkar var fætt og það var það sem skipti okkur máli, ekki kynið. Ég og litli kútur vorum svo saman í lauginni að skoða hvort annað í hálftíma og fórum svo upp úr og upp í rúm. Kl. 2 var skilið á milli og fylgjan fæddist tíu mínútum seinna. Stelpurnar voru svo vaktar til að kíkja á litla bróður og þær voru mjög ánægðar með hann og struku honum og kysstu. Rétt fyrir kl. 04 var hann mældur og vigtaður og var51 cmog 3800 gr eða 15 merkur. Kristbjörg kíkti svo á mig og saumaði það litla sem þurfti að sauma og svo fór ég með yngri stelpunni inn í rúm og svæfði hana og eldri stelpan sofnaði hjá pabba sínum og litla bróður. Allir mjög hamingjusamir eftir ljúfa og áreynslulitla fæðingu.
Við fjölskyldan fórum í Húsdýragarðinn kl.16 sunnudaginn 16. okt. Á þeim klukkutíma sem við vorum þar fékk ég nokkra samdrætti en enga verki. Stakk svo upp á því við manninn minn að við myndum versla inn þar sem ég vissi að krílið myndi láta sjá sig næsta sólarhringinn og þá væri betra að eiga eitthvað í ísskápnum. Maðurinn minn var ekkert rosalega hrifinn af þeirri hugmynd þar sem við áttum eftir að elda, borða, koma stelpunum í rúmið, þrífa og græja allt fyrir fæðinguna. Fyrri tvær fæðingar hafa gengið hratt og vel fyrir sig svo hann var pínu efins um að við myndum ná að gera allt áður en krílið myndi láta sjá sig. Mér tókst að sannfæra manninn um að ég myndi ekki eignast barnið í kælinum í búðinni og féllst hann því á búðarferð. Samdrættirnir héldu áfram í búðinni en voru áfram verkjalausir. Þegar við komum heim um kl.18 bað maðurinn minn mig að hringja í Kristbjörgu ljósmóður og láta hana vita að það væri eitthvað að fara að gerast. Ég vildi bíða aðeins þar sem þetta voru nú bara saklausir samdrættir en samþykkti að senda henni sms og segja henni að vera í startholunum. Hann vildi hafa vaðið fyrir neðan sig núna því ég var komin með tíu í úttvíkkun þegar við fórum upp á spítala áður en ég átti eldri stelpuna (2007) og þegar yngri stelpan fæddist (2009) var Kristbjörg búin að vera hjá okkur í 20 mínútur þar sem allt gekk svo hratt fyrir sig. Hann hringir í mömmu sína, sem ætlaði að koma og vera með stelpurnar á meðan, og segir henni að mögulega komi krílið í nótt. Ég fór svo að elda og maðurinn minn byrjaði að taka til. Við borðum, ég svæfi yngri stelpuna, skúraði og tók til allt fyrir fæðinguna. Maðurinn minn blés upp fæðingarlaugina og svæfði eldri stelpuna. Svo settum við Klovn (Trúð) í dvd spilarann og horfðum á nokkra þætti. Kristbjörg kom svo til okkar kl. 23 og þá eru samdrættirnir orðnir aðeins reglulegri 5-6 mín á milli og komnir smá verkir með. Hún skoðaði mig stuttu seinna og þá var ég komin með 4-5 í útvíkkun. Ég segi manninum mínum að hringja í mömmu sína og segja henni að fara að sofa því það sé ekkert að gerast. Vildi ekkert að hún væri að koma þar sem stelpurnar voru sofandi og því ekkert þörf fyrir hana. Ég spurði hann svo hvort hann vildi ekki fara að sofa sem hann gerði. Ég setti svo Grace diskinn í og fór mjög dúpt inn á við og þá var eins og allt færi af stað. Ég fór að dilla mjöðmunum, dansa, þrýsti á þriðja augað og hékk á stólbaki í hríðunum sem fóru að ágerast mjög um miðnætti og nýtti haföndunina óspart. Ef maðurinn minn hefði ekki beðið mig um að láta Kristbjörgu vita hefði ég hringt í hana fyrst þarna. Ég bað Kristbjörgu um að fylla laugina og kl. 00.30 fór ég ofan í og náði mjög góðri slökun. Ég bað hana svo að vekja manninn minn um eitt leytið því þá fóru hríðarnar að verða harðari og enn velkomnari. Ég naut þess að fá hverja hríð þrátt fyrir sársaukann sem fylgdi þeim. Það var samt frekar langt á milli hríða og ég var farin að biðja þær um að koma hraðar svo ég gæti nú fengið krílið mitt í hendurnar sem fyrst. Í hinum fæðingunum komu hríðarnar mjög hratt og ég hélt því að það ætti líka að vera þannig í þessari fæðingu. Meðan útvíkkunin kláraðist varð mér mjög flökurt og fékk því piparmyntu ilmkjarnaolíu sem sló á ógleðina en ekki nóg því ég kastaði upp eins og ég gerði í hinum fæðingunum. Þegar ég var búin að því sagði ég við manninn minn og Kristbjörgu að þetta viti á gott því nú sé styttra í krílið. Hríðarnar urðu enn harðari og þeim fylgdi aukinn þrýstingur. Ég reyndi eins og ég gat að slaka á öllum vöðvum, strauk niður andlitið til að fá kjálkana enn slakari og notaði haföndun með. Ég byrjaði svo að rembast rólega með hríðunum, í fyrsta rembingi fæðist allt höfuðið og svo í næsta syndir krílið í heiminn kl. 01.34. Ég tók það upp úr lauginni í fangið og það horfði rannsakandi á mig og var ekki að hafa fyrir því að gráta fyrr en það áttaði sig á að það var í mömmufangi og það var því öruggt að gráta. Þar sem við vissum ekki kynið þá fór ég með hendurnar til að athuga það og hélt fyrst að þetta væri stelpa en athugaði svo betur og þá var það strákur. Maðurinn minn var sannfærður um að við myndum eignast þriðju stelpuna og trúði mér ekki fyrr en hann var búinn að sjá það. Þegar ég var ólétt voru margar konur að spyrja mig hvort ég vildi ekki fá strák núna þar sem ég ætti nú tvær stelpur, það væri svo gaman að eiga bæði kynin. Þegar ég var að athuga með kynið þá skipti það mig engu máli hvort við myndum fá strák eða þriðju stelpuna. Barnið okkar var fætt og það var það sem skipti okkur máli, ekki kynið. Ég og litli kútur vorum svo saman í lauginni að skoða hvort annað í hálftíma og fórum svo upp úr og upp í rúm. Kl. 2 var skilið á milli og fylgjan fæddist tíu mínútum seinna. Stelpurnar voru svo vaktar til að kíkja á litla bróður og þær voru mjög ánægðar með hann og struku honum og kysstu. Rétt fyrir kl. 04 var hann mældur og vigtaður og var51 cmog 3800 gr eða 15 merkur. Kristbjörg kíkti svo á mig og saumaði það litla sem þurfti að sauma og svo fór ég með yngri stelpunni inn í rúm og svæfði hana og eldri stelpan sofnaði hjá pabba sínum og litla bróður. Allir mjög hamingjusamir eftir ljúfa og áreynslulitla fæðingu.